Flokkstjórar í Vinnuskóla Múlaþings

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir eftir flokkstjórum í Vinnuskóla Múlaþings sumarið 2021 á starfstöðvar vinnuskólans á Djúpavogi, Egilsstöðum/Fellabæ og Seyðisfirði.

Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi hóps nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.

Starfsmaður starfar undir stjórn verkstjóra vinnuskólans.

Flokkstjóri er nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Umsjón með og samskipti við nemendur vinnuskóla Múlaþings í viðkomandi bæjarkjarna.
 • Markviss vinna að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
 • Leiðbeiningar til nemenda um verklag og aðferðir og eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum eigi að sinna.
 • Frumkvæði að lausn verkefna sem flokkstjóri starfar að.
 • Dagleg umsjón með hreinsun og fegrun bæjarins, m.a. opinna svæða.
 • Að gæta þess að verkfæri séu til staðar og frágengin að loknu verki.
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við verkstjóra vinnuskóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Góð færni í samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.
 • Reynsla af, og áhuga á, að vinna með og fræða ungt fólk.
 • Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð
 • Hafa bílpróf (ekki skilyrði).
Deila