Fjölbreytt sumarstörf hjá Vök Baths

Vök Baths leitar að áhugasömum einstaklingum með mikla þjónustulund í teymið þeirra, bæði í sumarstörf og í áframhaldandi störf eftir sumarið.

Störfin fela í sér að skapa einstaka upplifun gesta við móttöku, með þrifum, öryggisgæslu, aðstoð í eldhúsi, þjónustu á laugarbar og veitingastað. Öll störf eru í vaktavinnu en allir verða að vera tilbúnir að vinna saman og ganga í öll störf.

Leitað er að:

  • Hressum og skipulögðum þjónustufulltrúum í móttöku og einstaklingum til þjónustu á laugarbar
  • Einstaklingum með mikla öryggisvitund í gæslu við böðin
  • Duglegum og snyrtilegum einstaklingum til að sjá um hreinlæti í búningsklefum og almenn þrif
  • Jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum í eldhús og þjónustu á veitingastað

Almennar hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulundMikla hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Góða íslensku og ensku kunnáttu (önnur tungumálakunnátta mikill kostur)
  • Sterk öryggisvitund
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Snyrtimennska og stundvísi

Reynsla af þjónustustörfum, skyndihjálp, þrifum og starfi í ferðaþjónustu er mikill kostur.
Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakarvottorð.

Einnig er leitað að metnaðarfullum matreiðslumanni/konu til að stýra Vök Bistro í fullt starf frá mars.

Frekari upplýsingar veitir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Vök Baths á [email protected], eða í síma 820 8665. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verður öllum svarað.

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 1. mars.

Deila