Fjarðabyggð auglýsir laust starf verkefnastjóra veitna Fjarðabyggðar

Verkefnastjóri ber ábyrgð á daglegri stjórnun, umsjón og eftirliti með rekstri veitna.
Veitur Fjarðabyggðar eru; Rafveita Reyðarfjarðar, Hitaveita Eskifjarðar, Fjarvarmaveitur
og vatns- og fráveitur.
Menntun og reynsla:
• Tækni- eða iðnmenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af rekstri og framkvæmdum.
• Þekking á áætlanagerð.
• Þekking á helstu upplýsingatæknikerfum sem notuð eru í sveitarfélaginu.
• Bílpróf
• Hæfnisþættir
• Sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Frumkvæði og skipulagshæfni.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sambands Íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi
stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Marinó Stefánsson, sviðsstjóri framkvæmdaog
umhverfissviðs, [email protected] eða í síma 470 9019.
Sótt er um starfið inn á ráðningavef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is.

Deila