Félagsráðgjafi hjá Múlaþingi

Um er að ræða 100% stöðu félagsráðgjafa barna- og fjölskylduverndar.

Múlaþing hefur mikið að gera í snemmtækum stuðningi og vandaðri þjónustu við barnafjölskyldur og leggjum áherslu á að búa starfsmönnum okkar góðar og fjölskylduvænar starfsaðstæður. Til þess að álag sé ekki of mikið á hvern starfsmann viljum við fjölga í okkar hópi.

Félagsráðgjafi starfar í teymi Austurlandslíkansins er kemur að málefnum barna og fjölskyldna í samstarfi við skóla, leikskóla og heilsugæslu. Teymið starfar að hluta til í leik- og grunnskólum þeirra sveitarfélaga sem standa að Félagsþjónustu Múlaþings. Auk þess að sitja í teyminu, starfar félagsráðgjafi innan fjölskyldusviðs og sinnir m.a. barnaverndarmálum ásamt öðrum þeim störfum sem almennt tilheyra sviðinu.

Félagráðgjafi starfar meðal annars eftir barnaverndarlögum nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og öðrum lögum er lúta að sviðinu.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf
  • Þekking og reynsla af félagsþjónustu og barnavernd
  • Getu og vilja til samvinnu og hæfni til að starfa í teymi og hugsa í lausnum
  • Reynsla af starfi í opinberri stjórnsýslu
  • Góð alhliða tölvukunnátta, þekking á Navision og OneSystems er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Kostur að hafa PMTO meðferðarmenntun
  • Bílpróf