Félagsleg heimaþjónusta á Djúpavogi

Um er að ræða um það bil 20% framtíðarstarf eða tímavinna við heimaþjónustu fyrir eldri borgara á Djúpavogi og nærsveitum og er starfið laust nú þegar. Sveigjanlegur vinnutími. Möguleiki á að hafa starfið sem aukavinnu og hafa vinnutíma um helgar eða seinnipart dags.

Starfið felst meðal annars í aðstoð við heimilishald og persónulega umhirðu ásamt því að veita félagsskap.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Íslenskukunnátta
  • Ökuréttindi eru nauðsynleg
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi væri kostur

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Þeir sem ráðnir er util starfa hjá Félagsþjónustu Múlaþings þurfa ða veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir. Farið er eftir jafnréttislögum við ráðningar í störf hjá sveitarfélaginu.

Einungis er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins hjá Alfreð www.alfred.is og fara samskkipti og úrvinnsla umsókna þar fram.

Nánari upplýsingar um starifð veitir Aðalheiður Árnadóttir, í síma 470 0700 og á netfanginu [email protected].