Farsóttarhús EGS – almennur starfsmaður

Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir því að ráða til starfa starfsfólk í farsóttarhús á Egilsstöðum. Um tímabundið starf er að ræða í einn mánuð með möguleika á framlengingu.

Farsóttarhús sinnir einstaklingum í sóttkví og einangrun vegna COVID19 sem ekki eiga sér samastað á Íslandi eða geta af einhverjum sökum ekki verið heima fyrir. Frá og með næstu mánaðarmótum mun farsóttarhús einnig sinna einstaklingum sem koma frá löndum þar sem faraldurinn er útbreiddur.

Í farsóttarhúsi starfa sjálfboðaliðar og starfsfólk, þau sinna gestum húsanna, veita sálrænan stuðning og fá sérstaka þjálfun vegna vinnu sinnar með fólki sem dvelur í sóttkví og einangrun.

Um vaktavinnu er að ræða, dagvinna, eftirvinna, næturvinna. Almennt eru vaktir 8 klst að undaskyldum kvöldstubb sem er 3-4 klst.

Möguleiki á hlutastarfi sé þess óskað.

Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn störf í farsóttarhúsi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegum störfum kostur
  • Þekking og/eða reynsla af starfsemi Rauða krossins kostur
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Deila