Eskja óskar eftir að ráða sérfræðing í upplýsingatækni

Sérfræð­ingur í upplýs­inga­tækni

Eskja óskar eftir að ráða sérfræðing í upplýsingatækni til þess að viðhalda og framfylgja tækni- og öryggisstefnu félagsins.

Um fjölbreytt og krefjandi verkefni er að ræða hjá einu af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.

  • Viðhald og eftirfylgni tækni- og öryggisstefnu fyrirtækisins.
  • Innleiðing, viðhald og þróun kerfa.
  • Hámörkun nýtingu gagna.
  • Nýting tækni til sjálfvirknivæðingar.
  • Úrvinnsla gagna í skýrslugerð.
  • Stöðug umbótarvinna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Gagnaþekking og geta til nýtingar tækni til öflugrar gagnavinnslu og geymslu gagna.
  • Þekking og áhugi á sjálfvirkni Robotics til sjálfvirknivæðingar ferla og nýtingu gervigreinda og ML (Machine Learning) til stýringa. Þekking á Navision, Innova og Power BI er kostur.
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.

Fyrirtækið / stofnunin

Eskja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og meginstarfsemi þess eru veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski. Félagið gerir út þrjú uppsjávarveiðiskip og rekur á Eskifirði eina fullkomnustu uppsjávarvinnslu á Íslandi. Í uppsjávarfrystihúsi og mjöl og lýsisvinnslu félagsins framleiðir Eskja á sjálfbæran hátt hágæða afurðir úr uppsjávarfiski. Um 90 manns vinna hjá félaginu og höfuðstöðvar þess eru á Eskifirði.

  • Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2020