Egilsstaðir: Framtíðarstarf í verslun

Vilt þú vera með okkur í liði?

Við leitum að jákvæðum og glaðlyndum einstaklingi til þess að slást í hópinn í verslun okkar á Egilsstöðum. Ef þú hefur gaman að því að selja og ert tilbúinn til þess að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina, þá gætum við verið með starfið fyrir þig.

Vinnutími er frá 9:00-18:00 virka daga og frá 10:00-15:00 annan hvern laugardag. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
  • Móttaka vöru, tiltekt og afgreiðsla pantana
  • Önnur tilfallandi verslunarstörf

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð, skipulög og vönduð vinnubrögð
  • Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska
  • Sterk öryggisvitund
  • Almenn tölvukunnátta