Egilsstaðaskóli auglýsir tvö störf laus til umsóknar

Skólaliði
Við Egilsstaðaskóla er laust til umsóknar starf skólaliða.
Um er að ræða hlutastarf 50-60% og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starf skólaliða er fjölbreytt og felur í sér ræstingu, gæslu og umsjón með nemendum í frímínútum og matsal.

Stuðningsfulltrúi
Við Egilsstaðaskóla er laust til umsóknar starf stuðningsfulltrúa.
Um er að ræða 50% starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starf stuðningsfulltrúa er fjölbreytt og felur í sér stuðning við nemendur, gæslu í hádegi
og frímínútum ásamt því að starfa í Frístund.

Í báðum tilfellum er leitað að aðila sem:
• Hefur áhuga á að starfa með börnum og á auðvelt með samskipti við þau.
• Hefur til að bera góða samskiptahæfni og er tilbúinn að vinna með öðrum.
• Getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Frekari upplýsingar veitir skólastjóri Egilsstaðaskóla, Ruth Magnúsdóttir, í síma 4700-605.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið [email protected] og er umsóknarfrestur
til og með 29. október 2019 · www.egilsstadaskoli.is