Deildarstjóri elsta stigs

Auglýst er eftir deildarstjóra elsta stigs Egilsstaðaskóla. Starfið er fullt starf, 50% stjórnun auk kennslu á móti. Ráðið er í starfið frá og með næsta skólaári eða 1. ágúst 2022.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfar í stjórnunarteymi skólans.
  • Hefur umsjón með skólastarfi á viðkomandi skólastigi og daglegum verkefnum því tengdu.
  • Faglegur leiðtogi kennara á elsta stigi 8.-10.bekkur.
  • Fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í faglegri umræðu.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu í grunnskóla er skilyrði
  • Kennslureynsla úr grunnskóla mikilvæg
  • Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi
  • Góð samskiptafærni
  • Góðir skipulagshæfileikar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélagi Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Ruth Magnúsdóttir skólastjóri á netfanginu [email protected] eða í síma 470 0605.

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Þeir sem ráðnir eru til starfa á Fjölskyldusvið Múlaþings þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu svetiarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til 9. júní 2022 og sótt er um starfið í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is undir „störf í boði“ eða á ráðningarvef Alfreðs: Deildarstjóri elsta stigs | Egilsstaðaskóli | Fullt starf Egilsstaðir | Alfreð (alfred.is)