Búlandstindur óskar eftir vélstjóra

Fiskvinnslufyrirtækið Búlandstindur á Djúpavogi óskar eftir öflugum vélstjóra til starfa í fyrirtækinu til að sjá um rekstur, viðhald og viðgerðir véla, tækja og þróaðra vinnslukerfa.

Búlandstindur er metnaðarfullt ört vaxandi framleiðslu-, þjónustu og sjávarútvegsfyrirtæki, leiðandi í slátrun og vinnslu á eldislaxi.

Fyrirtækið leggur mikla áherslu á ánægju starfsfólks og viðskiptavina og nýtingu tækni og þekkingar til að bæta árangur, starfsumhverfi og arðsemi.

Djúpivogur er vinalegur, þægilegur og öruggur bær með um 500 íbúum, 90 barna grunnskóla og 30 barna leikskóla. Á Djúpavogi er öflugt ungmennafélag og fjölbreytt félagastörf. Stórbrotin náttúra umlykur bæjarstæðið með óteljandi möguleikum til útivistar og samverustunda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fyrirbyggjandi viðhald með áherslu á rekstraröryggi og öryggi starfsfólks
  • Rekstur, viðhald og viðgerðir véla, tækja og þróaðra vinnslukerfa.
  • Þátttaka í þróun, uppbyggingu og innleiðingu á nýjum lausnum
  • Önnur verkefni sem fylgja vaxandi fyrirtæki
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Vélstjórnarréttindi eða iðnréttindi sem nýtast í starfi.
  • Reynsla af rekstri og viðhaldi á vélum og búnaði.
  • Góð tölvufærni, samskiptafærni, frumkvæði og metnaður.
  • Geta til að vinna sjálfstætt og til að vinna í teymum.

Umsókn og ferilskrá sendist á [email protected]

Umsóknir eru trúnaðarmál og þeim verður öllum svarað.

Umsóknarfrestur er til 7. mars 2021

Deila