Búlandstindur óskar eftir að ráða vélfræðing eða vélstjóra

Vélfræðingur / Vélstjóri

Búlandstindur óskar eftir að ráða vélfræðing eða vélstjóra til að sinna fjölbreyttum og krefjandi störfum í vinnslu félagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

STARFIÐ

Í starfinu felst daglegur rekstur vinnslu og viðhald tækja auk annara tilfallandi verkefna. Starfið heyrir undir yfirvélfræðing á framkvæmdasviði.

MENNTUN OG REYNSLA

  • Æskilegt er að umsækjandi hafi vélstjóramenntun (4.stig kostur)
  • Starfsreynsla af störfum vélstjóra æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Reynsla af viðhaldsstjórnun æskileg
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og góð samskiptahæfni

Búlandstindur er með bolfiskvinnslu og laxavinnslu á Djúpavogi.

Nánari upplýsingar veitir

Elís Hlynur Grétarsson framkvæmdarstjóri – [email protected] – 4704730

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní.

Öllum umsóknum verður svarað.