Austurland – Sérnáms Hjúkrunarfræðingur í heilsugæslu

Austurland – Sérnáms Hjúkrunarfræðingur í heilsugæslu

Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsir lausa til umsóknar eina sérnámsstöðu hjúkrunarfræðings í heilsugæsluhjúkrun. Sérnámsstaðan er 80% og veitist frá 1. ágúst 2020 til eins árs.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða sérnám í heilsugæsluhjúkrun í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið samanstendur af fræðilegu námi við Háskólann á Akureyri og klínískri þjálfun á heilsugæslustöð hjá HSA undir handleiðslu lærimeistara. Námið er skipulagt til eins árs og lýkur með diplóma gráðu.

Hæfnikröfur
Almennt hjúkrunarleyfi, BS gráða (lágmarkseinkunn 7,25).
Viðkomandi sé starfandi á heilsugæslustöð.
Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.

Markmið sérnáms:
– Efla hæfni hjúkrunarfræðinga, meðal annars í þverfaglegu samstarfi á heilsugæslustöð.
– Móta viðhorf og sýn til þjónustu heilsugæslunnar í komandi framtíð.
– Veita nemendum tækifæri til að rýna í og innleiða gagnreynda starfshætti í daglegu starfi undir handleiðslu lærimeistara á heilsugæslustöð.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um hjúkrunarmenntun ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi.
Umsóknum skal skilað rafrænt til HSA með því að fylla út umsóknarform á vefsíðu stofnunarinnar; www.hsa.is, undir flipanum Laus störf. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Emil Sigurjónssyni mannauðsstjóra HSA, Lagarási 22, 700 Egilsstaðir.
Tóbaksnotkun/Vape er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.

HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Á þjónustusvæði HSA eru auk þess fimm heilsugæslustöðvar, en alls eru starfsstöðvarnar ellefu talsins.
HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2020

Nánari upplýsingar veitir
Nína Hrönn Gunnarsdóttir – [email protected] – 470-3054
Emil Sigurjónsson – [email protected] – 470-3053

Stjórn og skrifstofa
Lagarás 22
700 Egilsstaðir

Sækja um starf

Deila