Austurbrú leitar að öflugum verkefnastjóra

Helstu verkefni:  

 • Þróun þjónustu Austurbrúar á sviði sí- og endurmenntunar fullorðinna
 • Skipulag og umsjón fræðsluverkefna
 • Samskipti við samstarfsaðila, nemendur og kennara
 • Teymisstjórnun og þátttaka í teymisvinnu
 • Greiningarvinna , upplýsingamiðlun og skýrslugerð
 • Þátttaka í öðrum verkefnum á starfssviði Austurbrúar
 • Umsýsla á starfsstöð og ýmis tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði menntunarfræða eða önnur menntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
 • Þekking á fullorðinsfræðslu kostur
 • Reynsla af verkefnastjórnun og þróun verkefna
 • Góð samstarfs- og samskiptafærni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Skapandi og lausnarmiðuð hugsun
 • Góð tölvu og tæknifærni
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

Allir áhugasamir hvattir til að sækja um!

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að verkefnastjórinn verði með aðsetur á starfsstöð Austurbrúar á Reyðarfirði. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Umsókn, kynningabréf og ferilskrá, skal senda á netfangið katrindora (hja) austurbru.is.

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2021.

Deila