Aðstoðarskólastjóri tónlistarskóla

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra í 20% starf frá 1. ágúst, 2019.
Helstu verkefni eru aðstoð við skólastjóra, að þjóna sem staðgengill skólastjóra í fjarveru hans
og að stjórna tónlistartengdum verkefnum.

Hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði tónlistar, tónlistarkennaramenntun æskileg
• Farsæl reynsla af kennslu við tónlistarskóla
• Farsæl reynsla af stjórnun tónlistartengdra verkefna
• Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Mjög góð skipulagshæfni

Laun: samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FÍH/FT
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.
Frekari upplýsingar veitir Sóley Þrastardóttir, skólastjóri, 470-0645 eða [email protected].
Umsóknir ásamt ferilskrá berist á netfangið [email protected] fyrir 18. mars, 2019.

Deila