Aðstoðarskólastjóri Nesskóla

Leitað er að hæfileikaríkum og lausnamiðuðum leiðtoga sem er tilbúinn að leiða þróttmikið og skapandi skólastarf í góðri samvinnu við nemendur og starfsfólk skólans ásamt því að taka þátt í eflingu alls skólasamfélagsins í Fjarðabyggð. Aðstoðarskólastjóri skal hafa metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum og afburða góða samskiptahæfileika. Hann þarf einnig að búa yfir hæfni til að taka þátt í skólastarfi í anda 21. aldarinnar í samvinnu við aðra stjórnendur, starfsmenn, nemendur og foreldra og leggja áherslu á árangur og vellíðan nemenda í skólanum.

Nesskóli er 230 nemenda skóli í Neskaupstað. Skólinn er skipaður góðu fagfólki og staðsettur í nýlegu húsnæði þar sem einnig eru tónlistarskóli og bókasafn bæjarins. Leikskólinn Eyrarvellir og íþróttahús staðarins er í næsta nágrenni við skólann. Í skólanum ríkir góður starfandi og mikið og gott samstarf er á milli stofnana. Nesskóli fylgir eineltisáætlun Olweusar og vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans; www.nesskoli.is

Helstu verkefni

  • Er hluti stjórnendateymis Nesskóla og tekur þátt í því að stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans, er staðgengill skólastjóra.
  • Tekur þátt í samstarfi aðila skólasamfélagsins og kemur að mótun framtíðarsýnar, í samræmi við fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar og lög og reglur sem gilda um skólastarfið.
  • Vinnur með nemendaráði skólans og hefur yfirumsjón með félagsstarfi nemenda, sinnir víðtæku samstarfi við heimilin stofnanir og aðra aðila skólasamfélagsins.
  • Tekur þátt í mannauðsstjórnun við skólann með það að markmiði að tryggja hvatningu og endurgjöf og viðhalda öflugri og árangursríkri vinnustaðamenningu í skólanum.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu.

Menntun og hæfniskröfur

  • Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi.
  • Viðbótarmenntun í stjórnun og/eða á sviði uppeldis- og menntunarfræða er æskileg.
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í grunnskólastarfi.
  • Forystu- og skipulagshæfileikar sem og afburða hæfni í samskiptum og samvinnu.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Þekking á sviði upplýsingatækni, notkunar spjaldtölva, tölva og annarra snjalltækja í skólastarfi.

Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans; www.nesskoli.is. Nánari upplýsingar veitir Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri, í síma 846 – 1374, netfang: [email protected]

Umsóknir og umsóknarfrestur

Staðan er laus frá 1. ágúst 2021. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.

Umsóknarfrestur er til 3. maí.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Sótt er um hér.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.