Aðstoðarskólastjóri í listadeild – Seyðisfjörður

Við leitum að fjölhæfum og metnaðarfullum stjórnanda listadeildar Seyðisfjarðarskóla. Listadeild Seyðisfjarðarskóla rekur Tónlistarskóla Seyðisfjarðar, sem er opinn öllum íbúum kaupstaðarins, en listadeild kemur einnig mikið að listgreinakennslu í grunn- og leikskóladeild auk þess sem þar fara fram námskeið utan skóla.

Umsóknarfrestur til og með 20. mars 2019

Starfssvið

Fagleg forysta á sviði listgreinakennslu í nánu samstarfi við skólastjóra og aðra stjórnendur skólans, með áherslu á tónlist en jafnframt aðkomu myndlistar- og sviðslistakennslu í skólastarfi leikskóla- og grunnskóladeildar.
Skipulag náms við listadeild út frá námsskrám í nánu samstarfi við skólastjóra.
Dagleg starfsemi og rekstrarlegir þættir deildarinnar í nánu samstarfi við skólastjóra.
Kennsla á hljóðfæri, tónfræði, tónmennt og/eða kennsla í listgrein við aðrar deildir.
Náin samvinna við stjórnendur leik- og grunnskóladeildar um þróun skólahalds í Seyðisfjarðarskóla.
Samstarf við heimilin og aðrar mennta- og menningarstofnanir í nærsamfélaginu.

Menntunar- og hæfniskröfur

Gerð er krafa um menntun í tónlist og reynslu af tónlistarstarfi.
Gerð er krafa um leyfisbréf til kennslu við eitt eða fleiri skólastig í grunn- leik- eða tónskóla og reynslu af kennslu í tónlist, myndlist eða sviðslistum.
Metnaður fyrir skapandi skólastarfi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar.
Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi í skóla æskileg.
Viðbótarmenntun í stjórnun æskileg.
Reynsla af eigin listsköpun æskileg.
Metnaður fyrir skapandi skólastarfi og umhverfisvænum vinnubrögðum í anda skólastefnu Seyðisfjarðarskóla.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Sveigjanleiki, stundvísi og áreiðanleiki.
Góð íslenskukunnátta.

Almennar kröfur og upplýsingar um öll störf við Seyðisfjarðarskóla

Karlar og konur eru hvött til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og AFLI eftir atvikum.

Sótt er um á heimasíðu sveitarfélagsins.
Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. lögum.
Gögn um menntun og/eða leyfisbréf og ferilskrá skulu fylgja með umsókn ásamt upplýsingum um meðmælendur.
Upplýsingar um störfin, skólann og annað, veitir skólastjóri í síma 470-2327 eða 7717217, netfang [email protected]
Sjá nánar um skólann: https://seydisfjardarskoli.sfk.is/

Deila