Áætlanagerð og gagnaskráning Egilsstöðum

RARIK ohf. óskar eftir að ráða öflugan einstakling á starfsstöð fyrirtækisins á Egilsstöðum. Í starfinu felst gerð verkáætlana vegna framkvæmda fyrirtækisins í dreifikerfinu á Austurlandi ásamt skráningu og teikningu í landsupplýsingakerfi.

Við hvetjum  bæði konur og karla til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Gerð verkáætlana
  • Skráning og teikning í landsupplýsingakerfi
  • Hönnun dreifikerfa
  • Yfirferð og ivðhald tæknigagna
  • Vöktun dreifikerfis

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á rafmagnssviði
  • Þekking á rekstri dreifikerfa kostur
  • Hæfni í mannlegum samkiptum
  • Frumkvæði og metnaður
  • Góð tölvukunnátta
  • Þekking á verkskráningu og landsupplýsingakerfum kostur

Nánari upplýsingar veita Örvar Ármansson, deildarstjóri rekstarsviðs á Austurlandi og starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000.

RARIK ofh. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200 á 20 starfsstöðvum sem eru dreifðar vítt og breitt um landið.

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2022 og sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Áætlanagerð og gagnaskráning Egilsstöðum | RARIK ohf. | Fullt starf Egilsstaðir | Alfreð (alfred.is)