
Skráning gesta á matarmót
Kæru sölu- og veitingaaðilar og áhugafólk um austfirska matarmenningu.
Þann 21. október næstkomandi fer fram Matarmót Matarauðs Austurlands. Þar gefst matvælaframleiðendum á Austurlandi tækifæri til að kynna sínar vörur fyrir væntanlegum kaupendum, söluaðilum og samstarfsaðilum í greininni. Bæði framleiðendur og kaupendur á Austurlandi hafa kallað eftir vettvangi til samtals og samvinnu og Matarmóti er ætlað að svara því kalli. Matargerð er á miklu flugi á Austurlandi og hér er að finna fjölbreytt úrval veitingastaða og framleiðenda sem vinna með staðbundin hráefni.
Við viljum gjarnan hvetja þig til að mæta sem gestur á Matarmót og kynnast þeirri fjölbreyttu framleiðslu sem í boði er og eiga tækifæri til að efla samstarf innan landshlutans. Þátttaka er þér að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg.
Matarmótið gerir matarmenningu og -framleiðslu Austurlands hátt undir höfði, allt undir yfirskriftinni Landsins gæði.
Hvar: Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum
Hvenær: Föstudaginn 21. október 2022
Skráningu lýkur 18. október.
Nánari upplýsingar veita
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir (dora@austurbru.is) // 470 3871
Alda Marín Kristinsdóttir (aldamarin@austurbru.is) // 470 3860
Skráning á Matarmót 2022 - Gestir
"*" indicates required fields