Dagskrá matarmóts

Matarmót Matarauðs Austurlands verður haldið 1. október í Hótel Valaskjálf frá 13:30 – 17:00. Þar munu matvælaframleiðendur á Austurlandi kynna sína framleiðslu og í boði verður smakk auk þess sem nokkrir örfyrirlestrar fara fram.

Hvort sem þu ert þú veitinga- eða söluaðili, langar að hefja framleiðslu eða ert áhugamanneskja um austfirskan mat og matarmenningu, þá er þetta viðburður fyrir þig.

Matarmótið er hluti af glæsilegri dagskrá sem gerir matarmenningu og -framleiðslu Austurlands hátt undir höfði – allt undir yfirskriftinni OKKUR AÐ GÓÐU.

Skráning

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir verkefnastjóri Matarauðs Austurlands

13:30: Setning Matarmóts

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir verkefnastjóri Matarauðs Austurlands og Gauti Jóhannesson varaformaður stjórnar SSA.

Gauti Jóhannesson

Mads and Camilla Meisner

13:35: Mads Meisner frá Bornholm

Lífið með Hafþyrni, frá Kaupmannahöfn til Borgundarhólms

Hvernig stóð á því að Mads og eiginkona hans Camilla fóru að rækta hafþyrni í Bornholm?  Mads mun segja okkur frá þeirra vegferð, til dagsins í dag og hvernig allir á eyjunni græða á því að vinna saman.

Nielsen Restaurant. Ljósmynd: Gunnar Freyr Gunnarsson

14:00: Matarmót hefst

Matvælaframleiðendur á Austurlandi kynna vörur sínar fyrir væntanlegum kaupendum, söluaðilum og samstarfsaðilum í greininni.

Lene Havtorn Larsen

14:30: Lene Havtorn Larsen, yfirverkefnastjóri CRT, Bornholm

Bornholm – lítil eyja – Mikið bragð

Lene er meistari í upplifunarstjórnun og er Yfirverkefnastjóri CRT í Bornholm. Hún ætlar að segja frá því hvernig eyjan  Bornholm hefur til margra ára verið tengd við góðar „lókal“ matvörur og matarupplifanir.

Samspil lítilla nýsköpunar- og áhættufælinna fyrirtækja og stórra sameinaðra fyrirtækja með gott markaðsaðgengi býr til nýja framleiðendur með nýjar vörur.  Það leiðir einnig til þess að rótgrónir framleiðendur taka upp nýtt samstarf og komast þannig á nýja markaði. Þessa upplifun sækja ferðamenn í.

Í stuttu máli er því hægt að segja að Bornholm sé „nógu lítil“ til að geta stöðugt boðið uppá nýstárlegar vörur og samstarf sem vinnur að hagsmunum og veitir ánægju bæði hjá   heimamönnum og ferðamönnum.

Ágúst Torfi Hauksson

15:00 Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Kjarnafæði Norðlenska hf.

Flytur erindi um mikilvægi afurðastöðva.

Herdís Magna Gunnarsdóttir

15:30: Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi og formaður Landssambands kúabænda

Frá mér til þín  

Tenging matvælaframleiðenda við neytendur. Sýn bónda á áskoranir og tækifæri.

Bryndís Fiona Ford

16:00: Bryndís Fiona Ford skólameistari Hallormsstaðaskóla

Hvernig sköpun við eftirsóknarverð matvæli? 

Matarkista Austurlands er full af hráefni og auðlindum sem bjóða upp á fjölmörg tækifæri í að gera matvörur frá Austurlandi eftirsóknarverðar. Hvernig förum við að því?

Þráinn Lárusson veitingamaður og eigandi 701 Hotels

16:30: Þráinn Lárusson, veitingamaður og eigandi 701 Hotels

Vörur úr heimahéraði

Í erindi sínu fjallar Þráinn um lífsgæði þess að geta valið um vörur úr heimahéraði.