
Austurlands appið
Austurlands appið veitir notendum vildarkjör hjá veitingastöðum, verslunum og þjónustuaðilum á Austurlandi. Einnig er að finna þar yfirlit yfir viðburði, störf í boði og ýmislegt fleira.
Markmiðið með útgáfu snjallforritsins er að auka sýnileika fyrirtækja á Austurlandi og koma réttum upplýsingum hratt og örugglega til viðskiptavina. Forritið er frítt fyrir bæði notendur og þjónustuaðila.

Snjallforritið er tilvalið hjálpartæki fyrir fyrirtæki á Austurlandi til þess að auglýsa sína þjónustu og ná til íbúa og ferðamanna.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhuga á því að koma þínu fyrirtæki í Austurlands appið hafðu þá samband á netfangið [email protected]