Ærslabelgir og sparkvellir

Á ferðalögum þarf oft að sitja lengi í bíl og það reynist mörgum erfitt, sérstaklega af yngri kynslóðinni. Þá getur verið gott að stoppa á skemmtilegu leiksvæði og leyfa öllum að sprikla svolítið. Í flestum bæjum má finna leiksvæði og róluvelli en við tókum sérstaklega saman lista yfir sparkvelli og ærlsabelgi.

Deila

Vopnafjörður

Á Vopnafirði eru bæði ærslabelgur og sparkvöllur. Ærslabelgurinn er staðsettur á íþróttasvæðinu fyrir ofan þorpið en sparkvöllurinn er á skólalóðinni við Lónabraut 10. Á skólalóðinni eru einnig leiktæki.

Egilsstaðir

Á Egilsstöðum eru bæði sparkvöllur og ærslabelgur. Sparkvöllur er staðsettur við grunnskólann.

 

Ærlsabelgurinn á Seyðisfirði

Seyðisfjörður

Á Seyðisfirði eru ærslabelgur og sparkvöllur staðsett við Sundhöllina á Seyðisfirði.

Neskaupstaður

Í Neskaupstað eru ærslabelgur og þrír sparkvellir. Sparkvellirnir eru við Nesbakka, Sverristún og Urðateig.

Sparkvöllurinn á Eskifirði

Eskifjörður

Á Eskifirði er sparkvöllur við grunnskólann sem stendur við Lambeyrarbraut.

Leiksvæðið við grunnskolann á Reyðarfirði

Reyðarfjörður

Á Reyðarfirði eru ærslabelgur og sparkvöllur við grunnskólann á Heiðarvegi.

Skólamiðstöðin

Fáskrúðsfjörður

Á Fáskrúðsfirði er skemmtilegt leiksvæði við Skólamiðstöðina en þar sem einnig er sparkvöllur.

Stöðvarfjörður

Á Stöðvarfirði er sparkvöllur á leiksvæðinu við grunnskólann.