Ærslabelgir, folf- og leikvellir

Á ferðalögum þarf oft að sitja lengi í bíl og það reynist mörgum erfitt, sérstaklega af yngri kynslóðinni. Þá getur verið gott að stoppa á skemmtilegu leiksvæði og leyfa öllum að sprikla svolítið.

Deila

Vopnafjörður

Á Vopnafirði eru bæði ærslabelgur og sparkvöllur. Ærslabelgurinn er staðsettur á íþróttasvæðinu fyrir ofan þorpið en sparkvöllurinn er á skólalóðinni við Lónabraut 10. Einnig eru leikvellir skemmtilegir leikvellir í Vallholti og við Skálanesgötu. Auk þess eru skemmtileg leiktæki á skólalóðinni.

Sjá á korti:
Ærslabelgur
Leikvöllur í Vallhollti
Leikvöllur við Skálanesgötu
Skólalóð

Borgarfjörður Eystri

Bakkagerði í Borgarfirði Eystri er einstaklega fallegt lítið þorp. Þar er flottur leikvöllur við skólann og frisbígolfvöllur við Tjaldsvæðið undir Álfaborginni.

Sjá á korti:
Leikvöllur
Folfvöllur

Egilsstaðir

Á Egilsstöðum eru nokkrir skemmtilegir staðir þar sem fjölskyldur geta leikið sér. Sem dæmi má nefna leiksvæðið í Selskógi og leikvöllinn við Fénaðarklöpp. Tjarnargarðurinn er líka mjög barnvænt svæði, en í Tjarnargarðinum er einnig folfvöllur. Sparkvöllur er staðsettur við grunnskólann.

Sjá á korti:
Selskógur
Leikvöllur við Fénaðarklöpp
Sparkvöllur
Folfvöllur í Tjarnargarði
Tjarnargarður

Ærlsabelgurinn á Seyðisfirði

Seyðisfjörður

Á Seyðisfirði eru ærslabelgur, leik- og sparkvöllur en allt er þetta staðsett við Sundhöllina á Seyðisfirði. Svo er folfvöllur staðsettur rétt innan við innstu húsin í bænum.

Sjá á korti:
Leiksvæði
Folfvöllur

Neskaupstaður

Í Neskaupstað eru þó nokkur leiksvæði fyrir börn. Róluvellir eru við Blómsturvelli, Egilsbraut, Lyngbakka, Nesbakka, Starmýri, Sæbakka og Urðateig. Sparkvellir eru við Nesbakka, Sverristún og Urðateig.

Sjá á korti:
Ærslabelgur
Sparkvöllur við Sverristún
Róluvöllur Blómstursvöllum
Róluvöllur Egilsbraut
Róluvöllur Lyngbakka
Róluvöllur Nesbakka
Róluvöllur Starmýri
Róluvöllur Sæbakka
Róluvöllur Urðateig

Sparkvöllurinn á Eskifirði

Eskifjörður

Á Eskifirði eru róluvellir eru við Dalbraut, Strandgötu og tjaldsvæðið. Auk þess eru róluvöllur og sparkvöllur við Grunnskólann á Lambeyrarbraut.

Róluvöllur við Dalbraut
Grunnskóli
Tjaldsvæði

Reyðarfjörður

Á Reyðarfirði eru róluvellir við Hæðargerði, Stekkjarbrekku og Vallargerði. Ennfremur eru leikvöllur og sparkvöllur við grunnskólann á Heiðarvegi.

Fáskrúðsfjörður

Á Fáskrúðsfirði eru leiksvæði við Skólamiðstöðina en þar er einnig sparkvöllur.

Sjá á korti:
Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar

Stöðvarfjörður

Á Stöðvarfirði eru leikvæði og sparkvöllur við grunnskólann.

Sjá á korti:
Skólalóð